Fótbolti

Pogba: Ég spila fyrir Frakkland, ekki Pogba-liðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba skoraði með langskoti í gær.
Paul Pogba skoraði með langskoti í gær. vísir/getty
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United og franska landsliðsins, segist ekki bara hugsa um sjálfan sig heldur segist hann veraliðsmaður hvort sem umræðir hjá United eða franska landsliðinu.

Pogba skoraði sigurmark Frakka í gærkvöldi gegn Hollandi í undankeppni HM 2018 með langskoti sem Maarten Stekelenburg, markvörður Everton, hefði átt að verja.

Miðjumanninum sterka tókst aðeins að slökkva á gagnrýnisröddum í sinn garð með frammistöðunni í gærkvöldi en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, sagði á dögunum aðspurður um frammistöðu Pogba undanfarið að hann þurfi að einbeita sér að liðinu en ekki bara sjálfum sér.

„Ég spila fyrir franska landsliðið. Þetta er ekki Pogba-liðið. Við erum ekkert að fara að tala um einstaklinga. Ég spila fyrir liðið og hef alltaf gert það,“ sagði Pogba í viðtali við Canal plus eftir leikinn í gærkvöldi.

„Það er ekki gaman að heyra svona gagnrýni en svona er fótboltinn. Ég er alltaf einbeittur á vellinum og gef allt sem ég á. Eftir það reyni ég að nýta mér það sem er í boði og spila eins vel og ég get,“ sagði Paul Pogba.

Frakkland er í efsta sæti A-riðils eftir þrjár umferðir í undankeppninni en liðið vann báða sína leiki í þessari landsleikjaviku. Silfurliðið frá EM gerði óvænt markalaust jafntefli við Hvíta-Rússland í fyrstu umferðinni en hafði nú sigra á Hvítrússum og Hollendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×