Enski boltinn

Podolski og Giroud skutu Arsenal í fjórða sætið | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsenal lagði West Ham, 3-1, í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld og komst með sigrinum aftur upp í fjórða sæti deildarinnar.

Heimamenn lentu undir í leiknum á 40. mínútu þegar Matt Jarvis skallaði boltann í netið af stuttu færi en Þjóðverjinn Lukas Podolski jafnaði metin, 1-1, þremur mínútum síðar.

Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik kom Frakkinn OliverGiroud Arsenal yfir með laglegu marki og Podolski innsiglaði svo sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki Arsenal, 3-1, á 78. mínútu.

Arsenal er nú með 67 stig eftir 34 leiki en Everton er sæti neðar með stigi minna en á fimm leiki eftir. Baráttan um síðasta Meistaradeildarsætið verður hörð allt til enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×