Viðskipti innlent

Podium er nýtt ráðgjafarfyrirtæki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Magnúsdóttir eigandi og stofnandi Podium.
Eva Magnúsdóttir eigandi og stofnandi Podium. mynd/bragi
Podium ehf. er nýtt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í almannatengslum, markaðsmálum, stefnumótun og breytingastjórnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Stofnandi þess og eigandi er Eva Magnúsdóttir stjórnendaráðgjafi sem hefur margra ára reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun. Hún hefur einnig  sérhæft sig í að tvinna saman stefnumótun í markaðsmálum, almannatengslum og stefnu um samfélagsábyrgð. Auk þess tekur hún að sér viðburðastjórnun ss. aðalfundi og/eða ráðstefnur.

,,Ímynd er verðmætasta eign fyrirtækja og það er hægt að gera heilmikið til að efla hana með markvissum aðgerðum. Með skipulögðum hætti er hægt að tvinna saman ýmsa miðla til að hafa góð áhrif á ímynd fyrirtækja, t.d. með því að virkja almannatengsl og samfélagsmiðla og tvinna saman við stefnumótun fyrirtækja, hefðbundin markaðsmál og samfélagslega ábyrgð,“ segir Eva.

Eva sat í framkvæmdastjórn Mílu í 7 ár þar sem hún bar m.a. ábyrgð á stefnumótun hjá fyrirtækinu, auk  sölu-, markaðs-, ímyndar- og þjónustumála. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður samskipta hjá Símanum og var talsmaður fyrirtækisins við fjölmiðla.  Eva hefur auk þess starfað sem ráðgjafi í markaðs- og almannatengslum hjá KOM og var blaða- og fréttamaður um langt skeið. Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótum, diplóma í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla og BS gráðu í þjóðháttafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Podium er staðsett á Suðurlandsbraut 22. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×