Enski boltinn

Pochettino gæti hugsanlega tekið við PSG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pochettino gefur skipanir inn af hliðarlínunni.
Pochettino gefur skipanir inn af hliðarlínunni. Vísir/getty
Nú greina erlendir miðlar frá því að franska knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain ætli sér að losa sig við Unai Emery og fá inn Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra Tottenham, í staðinn.

PSG féll úr keppni í 16 liða úrslitunum í Meistaradeildinni gegn Barcelona í vikunni, en liðið vann fyrri leikinn 4-0 og tapaði á ótrúlegan hátt 6-1 á Nou Camp.

The Evening Standard greinir frá því að eigendur félagsins ætli sér að losa Emery frá félaginu og komi aðeins einn stjóri til grein og það er Pochettino.

Sem leikmaður lék hann 70 leiki með PSG á árunum 2001-03. Þessi 45 ára stjóri gerði nýjan samning við Spurs í maí og skrifaði þá undir til ársins 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×