Enski boltinn

Pochettino: Útilokað að ég taki við Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pochettino segist ekki vera á leiðinni að taka við Barcelona.
Pochettino segist ekki vera á leiðinni að taka við Barcelona. vísir/getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segir útilokað að hann taki við Barcelona.

Pochettino er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastarfið hjá Barcelona en sem kunnugt er hættir Luis Enrique með Katalóníuliðið í sumar.

Pochettino stýrði áður grönnum Barcelona í Espanyol auk þess sem hann lék yfir 200 leiki með liðinu á sínum tíma. Hann segir þ.a.l. útilokað að hann taki við stjórastarfinu hjá Barcelona.

„Ég er stuðningsmaður Espanyol. Það þarf ekkert að ræða þetta frekar,“ sagði Pochettino á blaðamannafundi í dag.

„Þetta er svipað eins og ef Daniel Levy [stjórnarformaður Tottenham] myndi einhvern tímann reka mig, þá myndi ég ekki fara og stýra Arsenal,“ bætti Argentínumaðurinn við.

Tottenham situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið sækir Burnley heim á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×