Enski boltinn

Pochettino: Stórt sumar framundan hjá Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pochettino og lærisveinar hans eru í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Pochettino og lærisveinar hans eru í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið þurfi að draga fram veskið í sumar ætli það sér að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Southampton í gær og er nú sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Vinni Manchester United Everton í fyrri leik dagsins í úrvalsdeildinni verður Spurs 10 stigum frá 4. sætinu.

„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir stórt sumar og byggja upp sterkt lið sem getur barist um að enda í fjórum efstu sætum deildarinnar,“ sagði Pochettino sem tók við Tottenham fyrir þessa leiktíð. Argentínumaðurinn var áður við stjórnvölinn hjá Southampton og Espanyol á Spáni.

„Okkur dreymir um að berjast um efstu fjögur sætin og komast í Meistaradeildina,“ sagði Pochettino og bætti því við að þátttaka Spurs í Evrópudeildinni hafi gert liðinu erfiðara fyrir í úrvalsdeildinni í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×