Enski boltinn

Pochettino: Dier þarf að vera fjölhæfur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gengi Dier hefur verið upp og ofan hjá Spurs
Gengi Dier hefur verið upp og ofan hjá Spurs vísir/getty
Knattspyrnmaðurinn Eric Dier komst í fréttirnar í landsleikjahlénu fyrir rúmri viku síðan þegar hann dró sig úr landsliðshópi U-21 árs landsliðs Englands því hann vildi ekki leika sem hægri bakvörður með liðinu.

Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Tottenham segir að Dier þurfi að auka fjölhæfni sína á vellinum ætli hann að bæta sig sem leikmaður en Dier gekk til liðs við Tottenham í sumar frá Sporting Lissabon.

Dier skoraði í fyrsta leiknum sínum fyrir Tottenham en hefur ekki átt fast sæti í liðinu því Kyle Naughton hefur einnig leikið í stöðu hægri bakvarðar hjá Tottenham það sem af er tímabili.

Dier hefur neitað því að hafa dregið sig úr U-21 árs hópnum vegna þess að hann hafi ekki viljað leika í stöðu hægri bakvarðar. Hann hafi einfaldlega viljað einbeitar sér að því að festa sig í sessi hjá Tottenham í stað þess að leika æfingaleiki gegn Portúgal og Frakklandi.

Líklegt verður að telja að Dier verði í liði Tottenham sem sækir Hull heim í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 því Naughton tekur út leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×