MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:30

Ólafía Ţórunn upp um meira en hundrađ sćti á heimslistanum

SPORT

Pochettino: Alli á margt eftir ólćrt

 
Fótbolti
08:14 19. FEBRÚAR 2016
Alli hefur slegiđ í gegn međ Tottenham í vetur.
Alli hefur slegiđ í gegn međ Tottenham í vetur. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Dele Alli var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar Tottenham sótti Fiorentina heim í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Alli braut á varnarmanninum Nenad Tomovic eftir hálftíma leik og sparkaði svo í Serbann er hann lá á vellinum. Felix Zwayer, dómari leiksins, lyfti bara gula spjaldinu á loft og Alli slapp þar með skrekkinn.

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, sá atvikið ekki fyrr en á myndbandi en hann kvaðst ætla að eiga orð við Alli um það.

„Við verðum að reyna að leiðbeina honum. Hann er ungur leikmaður og á enn margt ólært um fótbolta á hæsta getustigi,“ sagði Pochettino en Alli er á sínu fyrsta tímabili hjá Tottenham eftir að hafa hafið ferilinn hjá MK Dons í C-deildinni.

„Þetta er fyrsta tímabilið hans með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom úr C-deildinni svo hann þarf að læra margt,“ bætti Pochettino við.

Leik Fiorentina og Tottenham lyktaði með 1-1 jafntefli. Nacer Chadli kom Spurs yfir með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir hálfleik en Filippo Fernardeschi jafnaði metin í 1-1 á 59. mínútu og þar við sat.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Pochettino: Alli á margt eftir ólćrt
Fara efst