Fótbolti

Platini vill verða arftaki Blatter

Platini ásamt Sepp Blatter.
Platini ásamt Sepp Blatter. vísir/getty
Michel Platini, forseti UEFA, hefur tilkynnt um framboð sitt í forsetakosningum FIFA.

Fastlega var búist við því að Platini myndi taka slaginn eftir að Sepp Blatter lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta sem forseti FIFA. Blatter hefur ráðið öllu hjá FIFA síðan 1998.

Platini ætlaði í forsetaframboð gegn Blatter fyrr á árinu en hætti þá við þar sem hann taldi sig ekki eiga möguleika gegn Blatter.

Platini segir að FIFA verði að snúa blaðinu við enda sé ímynd sambandsins slæm. Hann telur sig vera rétta manninn í verkið.

Forsetakosningarnar fara fram í lok febrúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×