Fótbolti

Platini í nýju klandri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Michel Platini, sem er enn er forseti Knattspyrnusambands Evrópu, gæti verið komið í nýtt klandur hjá siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.

Siðanefndin dæmdi Platini og Sepp Blatter, forseta FIFA, í átta ára bann og mega þeir engin afskipti hafa af knattspyrnu á meðan.

Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann

Úrskurðurinn var kynntur þann 21. desember en um helgina var Platini viðstaddur Globe Soccer Awards sem íþróttaráðið í Dúbaí stóð fyrir. Var hann þar ásamt mönnum eins og Lionel Messi og Andrea Pirlo.

Platini tjáði sig um FIFA-bannið við ítalska fjölmiðla á viðburðinum en viðvera hans þar er talið vera í trássi við bann siðanefndar FIFA, sem gæti því tekið málið upp.

Platini hefur þegar sagt að hann muni berjast fyrir því að fá úrskurðinum hnekkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×