Fótbolti

Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, segir ekkert athugavert frá greiðslu sem hann fékk frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, árið 2011.

Platini hefur tilkynnt framboð sitt til forseta FIFA en hann sætir nú rannsókn svissneskra yfirvalda vegna málsins. Hann hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið og sér ekki ástæðu til þess.

Sepp Blatter, núverandi forseti FIFA, samþykkti greiðslu upp á tvær milljónir svissneskra franka, jafnvirði 258 milljóna króna, til Platini fyrir ráðgjafastörf sem hann vann frá 1999 til 2002.

Platini var sagt að ekki hafi reynst unnt að greiða honum launin á réttum tíma vegna fjárhagsstöðu FIFA á þeim tíma.

Ríkissaksóknaraembættið í Sviss hefur sett af stað sakamál gagnvart Blatter vegna málsins en forsetinn neitar allri sök. Platini segist enn ætla að bjóða sig fram í forsetaembætti FIFA.

Talsmaður UEFA sagði að Platini hafi gefið yfirvöldum þær útskýringar sem þörf er á og telji ekki nauðsynlegt að tjá sig opinberlega um þær.


Tengdar fréttir

Blatter settur í 90 daga bann

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×