Fótbolti

Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter og Michel Platini.
Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty
Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni stíga til hliðar sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, við fyrsta tækifæri. Kallað verður til aukaþings í desember í fyrsta lagi en þar verður nýr forseti kjörinn þá.

Blatter sagði á blaðamannafundi í dag að það væri ljóst að hann nyti ekki stuðnings allra í knattspyrnuheiminum en Evrópubúar voru afar áberandi í andstöðu sinni gegn Blatter.

Sjá einnig: Blatter hættir sem forseti FIFA

„Þetta var erfið ákvörðun en djörf. Og rétt ákvörðun,“ sagði Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, en hann bað Blatter um að segja af sér áður en forsetakosning fór fram á ársþingi FIFA í síðustu viku.

Greg Dyke, forseti enska knattspyrnusambandsins, fagnaði ákvörðun Blatter eins og gefur að skilja enda voru Englendingar afar ósáttir við þá ákvörðun að halda HM 2018 í Rússlandi en ekki í Englandi.

„Alþjóðaknattspyrnusambandið þarf að endurskipuleggja frá grunni,“ sagði Dyke. „Það þarf að grandskoða fjármál sambandsins. En þetta eru frábærar fréttir.“

Hann sagði að Blatter hafi gert margt gott í gegnum tíðina eins og að halda HM í Afríku en það var gert árið 2010 í Suður-Afríku. „En allt var gert í skugga mútumála og spillingar.“


Tengdar fréttir

FIFA skellir skuldinni á látinn mann

FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum.

Blatter hættir sem forseti FIFA

Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn.

Samsæri gegn pabba

Corinne Blatter, dóttir Sepp Blatter, segir að fólk bakvið tjöldin standi að baki samsæris gegn föður sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×