Viðskipti innlent

Plain Vanilla ræður nýjan markaðsstjóra

Þorsteinn B. Friðriksson segir Neil vera mikinn happafeng fyrir Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson segir Neil vera mikinn happafeng fyrir Plain Vanilla.
Tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur ráðið markaðsstjórann Neal Ostrov til starfa en hann var áður markaðsstjóri hjá bandaríska fyrirtækinu Mobli. Í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér segir að Neal muni koma til með að starfa á skrifstofu fyrirtækisins í New York.

„Ostrov er mikill happafengur fyrir Plain Vanilla enda þykir hann mjög fær á sínu sviði og var í fyrra valinn á lista tímaritsins Forbes yfir þrjátíu efnilegustu markaðsmennina undir þrítugu. Það skiptir ekki síst máli fyrir okkur að fá einhvern sem hefur náð góðum árangri við að markaðssetja snjallsímaforrit,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla í tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Þar segir enn fremur að Neil sé aðeins 25 ára en hjá Mobli hafði hann yfirumsjón með fjölda vel heppnaðra stafrænna auglýsingaherferða. „Mobli er samfélagsmiðill þar sem notendur deila ljósmyndum og myndskeiðum og eru helstu keppinautar Mobli fyrirtæki eins og Instagram, Socialcam og Viddy,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×