Erlent

Pistorius gert að sækja tíma hjá geðlækni

Atli Ísleifsson skrifar
Oscar Pistorius var dæmdur fyrir morð af gáleysi, en hann sagðist hafa haldið að Steenkamp hafi verið innbrotsþjófur.
Oscar Pistorius var dæmdur fyrir morð af gáleysi, en hann sagðist hafa haldið að Steenkamp hafi verið innbrotsþjófur. Vísir/AFP
Sérstök nefnd dómara hefur fyrirskipað suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius að sækja tíma hjá geðlækni. Pistorius afplánar nú fimm ára dóm fyrir morð á kærustu sinni en honum var nýlega neitað um reynslulausn.

Í yfirlýsingu segir að í meðferðinni skuli einblínt á þá þætti sem leiddu til þess að hann skaut kærustu sína, Reevu Steeenkamp, til bana á heimili þeirra í Pretoríu árið 2013.

Pistorius var dæmdur fyrir morð af gáleysi, en hann sagðist hafa haldið að Steenkamp hafi verið innbrotsþjófur.

Í frétt BBC kemur fram að hinn 28 ára Pistorius hafi vonast til að verða sleppt í ágústmánuði eftir að nefnd sem ákvarðar um reynslulausn fanga úrskurðaði að hann gæti afplánað eftirstöðvar dómsins í stofufangelsi.

Dómsmálaráðherrann Michael Masutha neitaði Pistorius hins vegar um reynslulausn og sagði ekki nægan tíma hafa liðið frá uppkvaðningu dómsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×