Enski boltinn

Pires: Mbappé fer til Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mbappé hefur skorað 23 mörk á tímabilinu.
Mbappé hefur skorað 23 mörk á tímabilinu. vísir/getty
Robert Pires telur að ungstirnið Kylian Mbappé muni fara til Arsenal.

Mbappé, sem er aðeins 18 ára, hefur slegið í gegn með Monaco í vetur en strákurinn hefur skorað 23 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 37 leikjum á tímabilinu.

Mbappé hefur verið orðaður við mörg stórlið en Pires telur að hann endi hjá Arsenal.

„Mbappé hefur hæfileikana til að spila fyrir Arsenal og [Arsene] Wenger er rétti stjórinn fyrir hann. Monaco og Arsenal eru svipuð félög svo þetta verður ekki of mikil breyting fyrir hann,“ sagði Pires.

„Ég held að Arsenal kaupi hann. Vandamálið er bara fyrir hvað mikið.“

Pires vill þó að fólk fari varlega í að bera Mbappé saman við Thierry Henry, sem hóf ferilinn einnig hjá Monaco.

„Samanburðurinn er óþarfur, það er of snemmt að bera þá saman. Mbappé er svipaður leikmaður og Henry en það er ósanngjarnt að bera þá saman,“ sagði Pires sem varð tvívegis Englandsmeistari með Arsenal.

„Vonandi fetar Mbappé í fótspor Henrys. Hann hefur svipaða eiginleika; er fljótur, sterkur og frábær að klára færin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×