Innlent

Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
„Málið með Litla-Hraun og fangelsin öll er að þessar stofnanir eru algjörlega fjársveltar. Það sama á auðvitað við um Landspítalann og annað, en þetta var svona mín leið til þess að benda á hvernig er hægt að forgangsraða betur í samfélaginu,” segir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem lagði til á þingfundi á fimmtudag að Litla hraun yrði skráð sem nýtt trúfélag.

„Þá mundi það örugglega fá betri tekjur en nú. Það væri kannski góð lausn á vandamálinu að skrá Litla-Hraun sem trúfélag þannig að þeim sem annt er um að þessi veikasti hópur samfélagsins fá viðeigandi þjónustu geti gert það beint með skattpeningum sínum,” sagði Ásta Guðrún í ræðu sinni á fimmtudag.

Aðspurð segist hún hafa slegið þessu fram frekar í gamni heldur en af alvöru. „Brynhildur Pétursdóttir hafði þarna stuttu áður hafið umræðu um framlög til Þjóðkirkjunnar og kirkjujarðasamkomulagið og svo hef ég einnig verið að hugsa þetta með tilliti til Zúista,” útskýrir Ásta Guðrún.

Ein helsta nýlundan sem trúfélagið Zúistar standa fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði.

„Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×