Innlent

Píratar sitja fyrir naktir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata.
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata. vísir/daníel
Sérstök mynd af frambjóðendum Pírata í Reykjavík hefur vakið athygli á samskiptavefnum Facebook í dag en þar sitja þeir fyrir naktir.

„Þetta er alls ekki einhver auglýsingarherferð, þetta er fyrst og fremst verkefni ljósmyndarans,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata.

Fréttaljósmyndarinn Geirix, hjá PressPhotos, opnaði sína fyrstu einkasýningu, Á nærfötunum: Hin hliðin á íslenskum stjórnmálum, í Tjarnarbíói í gær.

„Hann hefur verið að taka pólitískar myndir og var að opna sína fyrstu sýningu. Við féllumst á að taka þátt í þessu en myndin af okkur ber nafnið „gagnsæi“.

Halldór segir að myndin sé tilvísun í starfshætti Pírata og þeirra stefnuskrá.

Hér að neðan má sjá færslu frá Jóni Þór Ólafssyni, alþingismanni og Pírata.

Þar skrifar hann:  Fyrsta skipti nokkurntíman sem ég smelli á mynd sem facebook hefur bannað. Deili henni því aftur. Frambjóðendur Píratar í Reykjavík hafa ekkert að fela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×