Viðskipti erlent

Pinterest kaupir leitarvélina Jelly

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jelly er nú í eigu Pinterest.
Jelly er nú í eigu Pinterest. Mynd/Jelly
Samfélagsmiðillinn Pinterest hefur fest kaup á sprotafyrirtækinu Jelly. Frá þessu greindi Techcrunch í gær.

Jelly er leitarvél sem byggir eingöngu á mannlegum svörum. Geta notendur sett fram spurningu á miðlinum sem aðrir notendur svara. Í viðtali við stofnendur Jelly, þá Biz Stone og Ben Finkel, lýstu þeir Jelly sem „leitarvél sem gengur fyrir mannafli“.

Pinterest er metið á ellefu milljarða bandaríkjadala, andvirði um 1,2 billjóna króna. Verðmat á Jelly hefur ekki verið gert opinbert, né heldur kaupverðið sem Pinterest greiddi.

Þó hefur listi yfir aðila sem fjárfest hafa í sprotafyrirtækinu verið opinberaður. Á meðal þeirra eru Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Jack Dorsey, stofnandi og forstjóri Twitter. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×