FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Pinterest kaupir leitarvélina Jelly

 
Viđskipti erlent
07:00 09. MARS 2017
Jelly er nú í eigu Pinterest.
Jelly er nú í eigu Pinterest. MYND/JELLY

Samfélagsmiðillinn Pinterest hefur fest kaup á sprotafyrirtækinu Jelly. Frá þessu greindi Techcrunch í gær.

Jelly er leitarvél sem byggir eingöngu á mannlegum svörum. Geta notendur sett fram spurningu á miðlinum sem aðrir notendur svara. Í viðtali við stofnendur Jelly, þá Biz Stone og Ben Finkel, lýstu þeir Jelly sem „leitarvél sem gengur fyrir mannafli“.

Pinterest er metið á ellefu milljarða bandaríkjadala, andvirði um 1,2 billjóna króna. Verðmat á Jelly hefur ekki verið gert opinbert, né heldur kaupverðið sem Pinterest greiddi.

Þó hefur listi yfir aðila sem fjárfest hafa í sprotafyrirtækinu verið opinberaður. Á meðal þeirra eru Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Jack Dorsey, stofnandi og forstjóri Twitter. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti erlent / Pinterest kaupir leitarvélina Jelly
Fara efst