Erlent

Píanóið úr Casablanca selt á uppboði

Bjarki Ármannsson skrifar
Eitt frægasta hljóðfæri tónlistarsögunnar fór á um 360 milljónir króna.
Eitt frægasta hljóðfæri tónlistarsögunnar fór á um 360 milljónir króna. Vísir/AFP
Píanó sem notað var í kvikmyndinni sígildu Casablancaseldist á uppboði í New York í dag fyrir um það bil 360 milljónir króna. Fleiri leikmunir úr kvikmyndinni voru boðnir upp, meðal annars ferðapappírar sem aðalpersónurnar földu í píanóinu.

Píanóið er eitt tveggja sem notað var í myndinni, en í henni leikur píanóleikarinn Sam lagið As Time Goes By fyrir persónur Humphrey Bogart og Ingrid Bergman. Er um eina frægustu senu kvikmyndasögunnar að ræða, en hana má sjá hér fyrir neðan.

Þar til í dag var píanóið í eigu tannlæknisins Gary Milan sem segir að því fylgi gamalt tyggigúmmí undir hljómborðinu. Ekki sé þó vitað hverjum það hafi tilheyrt á sínum tíma.

Casablanca vann til þriggja óskarsverðlauna á sínum tíma; fyrir besta handrit, bestu leikstjórn og bestu kvikmynd. Hún er reglulega höfð með á listum yfir bestu kvikmyndir allra tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×