Körfubolti

Philadelphia jafnaði vafasamt met

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru erfiðir dagar hjá Jahlil Okafor og félögum.
Það eru erfiðir dagar hjá Jahlil Okafor og félögum. vísir/getty

Philadelphia 76ers heldur áfram að tapa öllum leikjum í NBA-deildinni og skrá sig í sögubækurnar.

Í nótt tapaði liðið gegn Memphis. Missti niður forskot í lokaleikhlutanum og er því búið að tapa öllum 18 leikjum sínum í vetur. Liðið jafnaði um leið met NJ Nets frá árinu 2009 en Nets tapaði þá einnig fyrstu 18 leikjum sínum.

Sixers er í heild búið að tapa 28 leikjum í röð þar sem tíu síðustu leikirnir á síðustu leiktíð töpuðust einnig. Ekkert lið í sögu stóra íþróttanna í Bandaríkjunum hefur tapað eins mörgum leikjum í röð í sögunni.

Næsti leikur Philadelphia er á heimavelli gegn Lakers og þar hlýtur liðið að eiga möguleika enda er Lakers ekki heldur að gera merkilega hluti.

Úrslit:

Charlotte-Milwaukee  87-82

LA Clippers-Minnesota  107-99

Brooklyn-Detroit  87-83

Orlando-Boston  110-91

Toronto-Phoenix  102-107

Memphis-Philadelphia  92-84

NY Knicks-Houston  111-116

LA Lakers-Indiana  103-107

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×