SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 18:30

Miđstöđ Boltavaktarinnar | Pepsi-deildin á einum stađ

SPORT

Phil Mickelson í forystu fyrir lokahringinn á Pebble Beach

 
Golf
14:30 14. FEBRÚAR 2016
Mickelson og kylfusveinn hans Bones einbeittir á öđrum hring.
Mickelson og kylfusveinn hans Bones einbeittir á öđrum hring. VÍSIR/GETTY

Phil Mickelson er í forystu á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en þegar að 18 holur eru eftir er hann á 16 höggum undir pari.

Mickelson hefur sýnt allar sínar bestu hliðar hingað til en hann hefur fjórum sinnum sigrað á mótinu og kann greinilega vel við sig á Pebble Beach.

Í öðru sæti er Japaninn Hiroshi Iwata á 14 höggum undir pari en Svíinn Freddie Jacobson og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang deila þriðja sætinu á 13 höggum undir pari.

Besti kylfingur heims, Jordan Spieth, er meðal keppenda um helgina en hann rétt náði niðurskurðinum og er mjög neðarlega á skortöflunni á einu höggi undir pari.

Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld frá klukkan 18:00.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Phil Mickelson í forystu fyrir lokahringinn á Pebble Beach
Fara efst