Sport

Phelps snýr aftur í laugina

Eflaust margt hægt að læra af þessum. Phelps hefur einbeitt sér að góðgerðamálefnum og að kenna sund frá því að hann hætti að keppa.
Eflaust margt hægt að læra af þessum. Phelps hefur einbeitt sér að góðgerðamálefnum og að kenna sund frá því að hann hætti að keppa. Vísir/Getty
Michael Phelps, einn sigursælasti sundkappi sögunnar, snýr aftur í laugina í næstu viku. Phelps sem hefur alls unnið til 22 verðlauna á Ólympíuleikunum mun taka þátt í keppni í Arizona um næstu helgi.

Bob Bowman, þjálfari Phelps staðfesti við fjölmiðla erlendis að Phelps kæmi til með að taka þátt í þremur keppnum, þar á meðal 100 metra flugsundi. Phelps íhugar þessa dagana að taka þátt á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Ríó 2016.

Phelps sneri aftur til æfinga síðastliðið haust og gekkst undir sex mánaða undirbúningsferli ameríska lyfjaeftirlitsins sem nauðsynlegt er að standast til að öðlast keppnisrétt. Phelps hefur æft vel undanfarna mánuði en er ekki kominn í sitt besta form.

„Hann ætlar að sjá hvar hann stendur, þrátt fyrir að vera ekki í sínu besta formi ætti hann að geta staðið sig vel í keppninni. Hvernig sem hann stendur sig núna, og saknar einfaldlega þess að keppa,“ sagði Bowman.

Hinn 29 ára Phelps er einn sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna með 22 medalíur, þar af 18 gullmedalíur á þremur Ólympíuleikunum setti met í Beijing 2008. Þá varð hann fyrsti einstaklingurinn til að vinna 8 gullmedalíur á sama móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×