Sport

Phelps handtekinn fyrir ölvunarakstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Michael Phelps, margfaldur Ólympíumeistari í sundi, var í nótt handtekinn fyrir ölvunarakstur í Baltimore í Bandaríkjunum.

Phelps var stöðvaður fyrir að aka á 135 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði var 72 km/klst. Í ljós kom að hann var einnig ölvaður og var hann því handtekinn.

Honum var síðar sleppt úr haldi en Phelps, sem er sigursælasti keppandi á Ólympíuleikum frá upphafi, baðst síðar afsökunar á Twitter-síðu sinni.

Hann er 28 ára gamall og hætti að keppa í sundi eftir leikana í Lundúnum árið 2012. Hann sneri aftur í laugina fyrr á þessu ári en óvíst er hvort hann keppi á ÓL í Ríó árið 2016. Hann hefur unnið 22 verðlaun á þrennum Ólympíuleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×