Körfubolti

Pétur og Viðar verða áfram með Tindastólsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Birgisson var einn af betri leikstjórnendum deildarinnar á síðustu leiktíð.
Pétur Birgisson var einn af betri leikstjórnendum deildarinnar á síðustu leiktíð. Vísir/Anton
Unglingalandsliðsmennirnir Pétur Birgisson og Viðar Ágústsson verða báðir áfram með Tindastól í Domino´s deildinni í körfubolta en þeir eru í hópi átta ungra leikmanna sem hafa gert samning um að spila áfram með Stólunum á næsta tímabili.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi Feyki fréttatilkynningu þar sem sagt er frá þessum frábærum fréttum fyrir körfuboltaliðið á Króknum.

Pétur Birgisson og Viðar Ágústsson áttu báðir flott tímabil með Stólunum en þeir voru báðir byrjunarliðsmenn og máttarstólpar hjá liðinu þrátt fyrir ungan aldur.

Pétur Rúnar Birgisson var með 10,6 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 30 leikjum með Stólunum í Domino´s deildinni og Viðar Ágústsson var með 5,9 stig og 3,5 fráköst í leik.

Leikmennirnir sem voru að skrifa undir samning við Tindastólsliðið eru þeir Finnbogi Bjarnason, Elvar Hjartarson, Hannes Másson, Hlynur Einarsson, Kristófer Auðunsson, Pétur Birgisson, Viðar Ágústsson og Þröstur Kárason.

Þetta eru þriðji gleðitíðindin í tengslum við liðið eftir að mótið kláraðist því áður höfðu Stólarnir endurnýjað samning við spænska þjálfarann José María Costa og fengið til sín tvö öfluga leikmenn eða þá Björgvin Hafþór Ríkharðsson frá ÍR og Christopher Caird frá FSu.

Tindastóll datt út úr undanúrslitum Domino´s deildar karla í vetur eftir tap á móti Haukum en liðið fór alla leið í lokaúrslitin tímabilið á undan.


Tengdar fréttir

Enn bætir Tindastóll við sig

Björgvin Hafþór Ríkharðsson er kominn á Sauðárkrók og spilar með Tindastóli á næstu leiktíð.

Caird samdi við Tindastól

Stólarnir strax byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabili í Domino's-deildinni.

Costa áfram á Króknum

José Costa verður áfram þjálfari Tindastóls í Domino's deild karla.

Þýðir ekkert að toppa í nóvember

Leikstjórnandinn Pétur Rúnar Birgisson hefur átt stóran þátt í upprisu Tindastóls eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pétur spilaði mjög vel í einvíginu við Keflavík en lenti í óþægilegri lífsreynslu í miðju einvíginu.

Pétur dýrkar að spila með Viðari

Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson eru lykilmenn í einu heitasta körfuboltaliði landsins þrátt fyrir ungan aldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×