Innlent

Pétur Blöndal sækist eftir ráðherrastóli

Samúel Karl Ólason skrifar
Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.
Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Vísir/Vilhelm
Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem mun hætta sem innanríkisráðherra á næstu misserum.

Pétur ræddi við Bjarna Benediktsson um málið á laugardaginn. „Ég sagði honum að ég myndi ekki skorast undan þeirri ábyrgð,“ segir Pétur í samtali við Vísi.

Pétur var fyrst kosinn á Alþingi árið 1995 og hefur setið þar samfleytt í 19 ár. Í prófkjöri sameinaðrar Reykjavíkur fyrir síðust kosningar var hann í þriðja sæti, Hanna Birna í því fyrsta og Illugi Gunnarsson í öðru.

„Þannig að þegar Hanna Birna hættir verða bæði kjördæmin í Reykjavík bara með einn ráðherra, ef að ég fer ekki inn.“ Pétur segir það því mögulega vera anga af hinu lýðræðislega ferli, að hann verði ráðherra.

„Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka sem er með mjög víðtæk prófkjör og er þar af leyti, að mínu mati, mjög lýðræðislegur. Með vana á listum. Þegar menn hafa svona prófkjör verður að horfa til þeirra.“

Mikil umræða hefur átt sér stað um að kona verði skipuð í ráðherrasæti. Meðal annarra hefur stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorað á Bjarna Ben að skipa konu í embætti innanríkisráðherra.

„Niðurstaða prófkjörs og niðurstaða kosninga var nú bara þannig, að kjósandinn vildi ekki hafa mikið kynjajafnrétti, því miður. Það þarf að hafa það í huga. Ef að fleiri konur hefðu orðið þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri væntanlega betra jafnvægi á ráðherralistanum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×