Erlent

Petraeus viðurkennir að hafa látið ástkonu sína hafa leynigögn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
David Petraeus.
David Petraeus. Vísir/AFP
David Petraeus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur viðurkennt að hafa látið ástkonu sinni í té leynilegar upplýsingar. Hann hefur áður neitað að hafa látið hana hafa minnisbækur með upplýsingum.



Rannsókn málsins hófst í framhaldi af því að leyniskjöl fundust í tölvu Paulu Broadwell ástkonu og ævisagnaritara Petraeus en samband þeirra kostaði hann stöðuna hjá CIA.



Petraeus mun að öllum líkindum greiða 40 þúsund dala sekt, jafnvirði 5,4 milljóna króna.



Tengdar fréttir

Framhjáhald veldur fjaðrafoki í hernum

John Allen, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan, sætir nú rannsókn í tengslum við framhjáhald Davids Petraeus. Í síðustu viku sagði Petraeus af sér sem yfirmaður CIA vegna framhjáhaldsins.

Öryggisbrestur CIA: Viðhaldið hótaði hinu viðhaldinu

Vefsíða breska dagblaðsins Daily Mail greinir frá því í dag að ástæðan fyrir því að bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á tölvupóstum David Petraeus, fyrrverandi forstjóra CIA, hafi verið sú að ævisöguritari hans, Paula Broadwell notaði póstfangið hans til þess að hóta hinu viðhaldinu Petraues.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×