Sport

Petra Kvitova: Heppin að vera á lífi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petra Kvitova.
Petra Kvitova. Vísir/Getty
Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova verður frá í þrjá mánuði eftir að hafa orðið fyrir árás á heimili sínu í gær.

Innbrotsþjófur réðust að henni með hnífi með þeim afleiðingum að hún skarst illa á vinstri hendi.

Petra Kvitova skarst illa á hendinni þegar hún reyndi að verja sig fyrir hnífstungu þrjótsins og það er því ljóst að þetta hefði getað farið mikið verr.

Petra Kvitova tjáði sig um atvikið inn á fésbókarsíðu sinni og sagðist vera heppin að vera á lífi.

Hún fór beint í aðgerð og nú er ljóst að meiðsli hennar eru það alvarleg að hún verði frá keppni í þrjá mánuði.

Aðgerðin tók næstum því fjóra tíma en laga þurfti bæði taugar og sinar á vinstri hendi hennar.

Kvitova er örvhent og því gæti það tekið hana langan tíma að ná fullum styrk á ný.

Petra Kvitova hefur unnið Wimbledon-mótið tvisvar og fékk bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún endaði árið í ellefta sæti heimslistans.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu hennar um málið inn á fésbókarsíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×