Erlent

Persson og Bildt vinna saman að framboði Svíþjóðar

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrrum forsætisráðherrar Svíþjóðar, þeir Göran Persson og Carl Bildt.
Fyrrum forsætisráðherrar Svíþjóðar, þeir Göran Persson og Carl Bildt. Vísir/AFP
Fyrrverandi forsætisráðherrarnir Carl Bildt og Göran Persson hafa verið skipaðir sérstakir heiðurssendiherrar af Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Bildt og Persson er ætlað að vinna að framboði Svíþjóðar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Svíar vilja fá sæti í öryggisráðinu á kjörtímabilinu 2017 til 2018, en kosið verður á næsta ári.

Svíar, Ítalir og Hollendingar berjast um að hljóta annað af tveimur sætum úthlutað til hóps Vesturlanda og annarra.

Wallström greindi frá þessu í viðtali sem sýnt var í sænska ríkissjónvarpinu fyrr í kvöld.

Litlir kærleikar hafa verið milli Persson og Bildt síðustu árin þar sem þeir hafa gagnrýnt hvorn annan á víxl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×