Innlent

Perlan fær nýtt hlutverk vorið 2017

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Perlan er eitt helsta kennileiti borgarinnar en um langt skeið hefur verið ákveðin óvissa um hvernig best sé að nýta húsið.

Í dag skrifaði borgarstjórinn í Reykjavík undir samning við við félagið Perlu norðursins um leigu á Perlunni undir stærstu náttúrusýningu landsins þar sem lögð verður áhersla á fræðslu, skemmtun og upplifun. Þar verður meðal annars að finna alvöru íshelli, norðurljósahvel og fuglabjarg svo eitthvað sé nefnt.

Sýningin verður öll hin glæsilegasta en unnið verður með færustu hönnuðum, fræðifólki og tæknimönnum við uppsetningu hennar. Áætlaður kostnaður við uppsetninguna er einn og hálfur milljarður króna en sýningin opnar á vordögum á næsta ári.


Tengdar fréttir

Hópur áhugafólks vill náttúrusýningu í Perlunni

Hlutfélagið Perluvinir vill koma á fót náttúrusýningu í Perlunni. Auglýst er eftir fleiri hluthöfum til að fjármagna undirbúninginn. Viðræður Reykjavíkurborgar og Náttúruminjasafns Íslands um sýningu í Perlunni hafa siglt í strand.

Náttúruminjasafn Íslands – hvert stefnir?

Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×