Erlent

Pérez Molina hefur sagt af sér embætti forseta

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Otto Pérez Molina var í dómssal þegar þingið samþykkti afsögn hans.
Otto Pérez Molina var í dómssal þegar þingið samþykkti afsögn hans. vísir/AFP
Otto   Pérez   Molina  hefur sagt af sér embætti forseta Gvatemala. Handtökuskipun var gefin út á hendur honum í gær vegna gruns um að hann hafi meðal annars tekið við mútum. Hann sagði svo af sér eftir að dómari úrskurðaði hann í varðhald vegna rannsóknarinnar.

Þingið í 
Gavetmala  samþykkti afsögn forsetans í atkvæðagreiðslu þar sem einróma álit var að taka við afsögninni. 

Pérez   Molina  var þó þegar kominn í dómsal fyrir framan dómara þegar atkvæðagreiðslan fór fram, þar sem saksóknari kynntu sönnunargögn gegn honum fyrir dómstólnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×