Enski boltinn

Perez: Hefði getað farið til Barcelona eða Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Perez hefur átt góða leiki fyrir Newcastle í vetur.
Perez hefur átt góða leiki fyrir Newcastle í vetur. vísir/afp
Spænski framherjinn Ayoze Perez, sem leikur með Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að hann hafi átt möguleika á að ganga til liðs við Barcelona og Real Madrid í sumar.

„Það var mikill áhugi, sérstaklega frá Real Madrid, og sömuleiðis frá Barcelona og Porto, en væri ég að spila fyrir aðallið þessara félaga?

„Ég hefði getað endað í B-liði þessara liða svo það var rétt skref að fara í ensku úrvalsdeildina," sagði Perez, en hann hefur slegið í gegn á St James' Park í vetur eftir vistaskiptin frá spænska B-deildarliðinu Tenerife.

Þessi 21 árs gamli framherji hefur skorað fjögur mörk í átta byrjunarliðsleikjum í úrvalsdeildinni og átt sinn þátt í fínu gengi Newcastle sem er í 9. sæti úrvalsdeildarinnar.

Newcastle sækir Manchester United heim í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×