Erlent

Peres borinn til grafar

Atli Ísleifsson skrifar
Shimon Peres lést á miðvikudag, 93 ára að aldri.
Shimon Peres lést á miðvikudag, 93 ára að aldri. Vísir/AFP
Leiðtogar víðsvegar að úr heiminum koma nú saman í Ísrael til að vera viðstaddir útför Shimon Peres, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra landsins.

Peres lést á miðvikudag, 93 ára að aldri. Á meðal þeirra sem eru viðstaddir eru Barack Obama Bandaríkjaforseti og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sem hefur ekki komið til Ísrael í sex ár. Gríðarleg öryggisgæsla er við útförina.

Heimsókn Abbas hefur þegar vakið deilur, jafnt í Ísrael sem og í Palestínu, en Abbas vann með Peres að Oslóarsamkomulaginu, sem sá síðarnefndi fékk síðan Friðarverðlaun Nóbels fyrir.

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, eru í hópi þeirra sem fluttu ræðu við athöfnina.

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands gagnvart Ísrael, er fulltrúi íslenskra stjórnvalda við útförina.


Tengdar fréttir

Shimon Peres er látinn

Ísraelski stjórnmálamaðurinn Shimon Peres, sem tvívegis var forsætisráðherra landsins og einu sinni forseti, er látinn, níutíu og þriggja ára að aldri. Peres fékk slag fyrir hálfum mánuði en ástand hans hafði batnað nokkuð síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×