Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Hvað var Abel að hugsa?

Abel hefði líklega ekki tapað neinu á því að bíða bara á línunni.
Abel hefði líklega ekki tapað neinu á því að bíða bara á línunni.
Sigurmark FH gegn ÍBV var í skrautlegri kantinum og strákarnir í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport völdu það sem atvik umferðarinnar.

Markvörður ÍBV, Abel Dhaira, fer þá í ævintýralegt skógarhlaup og varnarmenn ÍBV sýna einnig af sér mjög sérstaka tilburði.

Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Dalvíkinginn Atla Viðar Björnsson sem renndi boltanum í netið og tryggði FH öll stigin í leiknum.

Atvikið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Óli Þórðar: Við gefum þessi mörk sjálfir

"Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir tapið gegn Fylki í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×