Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Þögnin í Vestmannaeyjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það kom mörgum á óvart þegar ÍBV tilkynnti á laugardag að Bjarni Jóhannsson væri hættur sem þjálfari liðsins.

Hvorki forráðamenn liðsins né Bjarni sjálfur hafa viljað tjá sig um málið í fjölmiðlum og var það til umfjöllunar í síðasta þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport.

„Það er fátt um svör. Það virðist vera þannig að það sem gerist í Vegas verður áfram í Vegas. Þá er ég að tala um Vestmanneyjar,“ sagði Hörður Magnússon í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöldið.

„Það eru engar skýringar á því að þjálfari liðsins virðist hafa hætt af sjálfsdáðum,“ sagði Hörður enn fremur.

Sjá einnig: ÍBV vildi halda Bjarna

Logi Ólafsson bendir á að oft vilji það vera þannig að eitthvað liggi undir þegar menn vilja ekki ræða málin.

„Það kann að vera að málin séu það persónuleg að það er ekki við hæfi að ræða þau,“ sagði Logi. „En þetta kom mér mjög í opna skjöldu.“

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Bjarni Jóhannsson hættur með ÍBV

Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla, en þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

ÍBV vildi halda Bjarna

„Hann verður að tjá sig sjálfur um málið,“ segir formaður knattspyrnudeildar ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×