Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Þjálfaraóvissan í Eyjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eftir leik ÍBV og Þróttar í gær vissi enginn hver ætti að stýra ÍBV til loka tímabilsins en Eyjamenn gerðu 1-1 jafntefli við botnlið Þróttar og eru ekki hólpnir.

Eftir að Magnús Gylfason fór frá ÍBV á sínum tíma hafa þeir Hermann Hreiðarsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Jóhannes Harðarson, Ásmundur Arnarsson og Bjarni Jóhannsson sem hætti af ókunnum ástæðum fyrir rúmri viku síðan.

„Svo veit enginn núna hver á að klára þessa leiki,“ bætti Hörður við.

„Það er skrýtið að þetta skuli vera með þessum hætti öll þessi ár,“ sagði Logi Ólafsson og sagði að ÍBV þyrfti að ráða mann sem vildi vera úti í Vestmannaeyjum í langan tíma.

Hjörvar Hafliðason virtist vita hvaða maður væri best til þess fallinn til að klára tímabilið í Eyjum og benti á manninn sem stóð sér á vinstri hönd.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×