Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Þegar KR breyttist í 2014 útgáfuna af Fram | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR hefur valdið miklum vonbrigðum með spilamennsku sinni í sumar en liðið situr í 9. sæti Pepsi-deildar karla með einungis níu stig eftir níu leiki.

Í hádeginu í dag var svo tilkynnt um brottrekstur Bjarna Guðjónssonar úr starfi þjálfara KR.

Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR, þ.á.m. leikmannamál félagsins.

Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn

Einnig var bent á að árangur Bjarna í fyrstu níu leikjunum í ár er sá sami og Fram náði undir hans stjórn fyrir tveimur árum. Bæði lið fengu níu stig; unnu tvo leiki, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu fjórum leikjum.

mynd/skjáskot
Þá voru fleyg orð Kristins Kjærnested, formanns knattspyrnudeildar KR, rifjuð upp en þegar Bjarni var kynntur til leiks hjá KR haustið 2014 sagði hann: „Við erum KR - ekki Fram.“

„Þetta er sláandi samanburður,“ sagði Kristján Guðmundsson í Pepsi-mörkunum í gær.

Sjá einnig: Willum Þór: „Ég er alltaf til í að ræða við vini mína í Vesturbænum“

„Fram-liðið féll þetta ár og var oft á tíðum ekki burðugt þótt það hafi náð í 21 stig. Við munum nú allir eftir þessari frétt og þessari fyrirsögn. Þarna var óvarlega talað og þetta er að koma í bakið á þeim,“ bætti Kristján við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×