Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: KA átti að fá víti gegn KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
KR vann langþráðan sigur á KA í Pepsi-deild karla um helgina, 3-2, á Akureyrarvelli. Leikurinn var greindur í þaula í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði að KR hefði nálgast leikinn á annan máta en í undanförnum umferðum.

„KR var miklu minna með boltann og skapaði sér færri færi - en nýtti þau öll. Það telur á endanum,“ sagði Óskar Hrafn.

„KA var miklu sterkari aðilinn en á hinn bóginn var KR mun skipulagðara og mun erfiðara að brjóta á bak aftur en í undanförnum leikjum.“

KA-menn vildu hins vegar fá víti þegar Gunnar Þór Gunnarsson virtist brjóta á Elfari Árna Aðalsteinssyni. Bæði Óskar Hrafn og Grétar Sigfinnur Sigurðarson voru sammála um að þeir hefðu talsvert til síns máls en vítaspyrnan var ekki dæmd.

Þá var einnig rætt um stöðu Beitis Ólafssonar, sem kom inn í lið KR sem neyðarúrræði vegna meiðsla markvarðaliðsins og honum hrósað fyrir frammistöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×