Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: FH klárar svona mót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH vann 3-2 sigur á Stjörnunni í síðustu umferð Pepsi-deildar karla og er með sjö stiga forystu á toppnum þegar sex umferðir eru eftir.

Góð staða liðsins var vitanlega rædd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport en Hörður Magnússon benti á að FH ætti enn  eftir að spila við sterk lið, eins og Breiðablik og Val

Hjörtur Hjartarson sagði þó að það myndi koma honum verulega á óvart ef FH-ingar myndu gefa frá sér toppsætið úr þessu.

„FH líður vel á toppnum og kunna að sigla svona sigrum í höfn. Það væri rosalega ólíkt Heimi Guðjónssyni og liði FH að glutra niður forystunni úr þessu,“ sagði Hjörtur  í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport.

Hörður spurði þá hvort að Heimir hefði þá ekki alveg eins getað sagt að titillinn væri í höfn.

„Þá hefði nú þurft að sturta vel í foringjann til að fá þau svör,“ sagði Logi þá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×