Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Átti Helgi Mikael að bíða með að flauta leikinn af?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þróttur og Víkingur Ó. skildu jöfn, 1-1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi.

Vilhjálmur Pálmason kom Þrótti yfir á 27. mínútu en Pape Mamadou Faye jafnaði metin fyrir gestina fimm mínútum fyrir leikslok.

Lokaandartök leiksins voru æsileg. Þróttarar fengu aukaspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma og sendu alla leikmenn liðsins inn í vítateig Ólsara, þ.á.m. markvörðinn Arnar Darra Pétursson, enda þýddi allt annað en sigur að Þróttur var fallinn.

Sjá einnig: Ryder: Okkur líður öllum skelfilega

Dæmd var aukaspyrna á Þróttara, Cristian Martínez, markvörður Víkings, var fljótur að taka hana og sendi boltann fram á Þorstein Má Ragnarsson sem náði þó ekki að gera sér mat úr aðstæðum því Helgi Mikael flautaði til leiksloka meðan boltinn var í loftinu.

„Það er dálítið magnað að flauta af á þessum tímapunkti en ég veit s.s. ekki hversu miklu hann bætti við,“ sagði Logi Ólafsson í Pepsi-mörkunum í gær.

„Ég ræddi við Kristin Jakobsson fyrir nokkrum vikum og hann sagði að dómarar ættu að flauta leikinn af, eða til hálfleiks, þegar boltinn væri dauður,“ sagði Hjörtur Hjartarson.

„Þarna er verið að senda fram á Þorstein og boltinn er í fullum leik. Þeir geta alltaf sagt að tíminn sé búinn en mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að Helgi Mikael hafi ekki áttað sig á því að þetta var sending en ekki hreinsun í loftið,“ bætti Hjörtur við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Pepsi-mörkin: Ábyrgð þeirra er mikil

Athygli vakti að hvorki Damir Muminovic né Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliði Breiðabliks gegn ÍBV í 20. umferð Pepsi-deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×