Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: Harpa best | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir þarf að rýma til í verðlaunaskápnum heima hjá sér.

Harpa varð í dag Íslandsmeistari með Stjörnunni, í fjórða sinn á síðustu sex árum.

Auk þess var hún valin besti leikmaður deildarinnar af mótherjum sínum og fékk gullskó Adidas. Harpa skoraði 20 mörk í 16 leikjum en hún af missti af síðustu tveimur leikjum tímabilsins þar sem hún er barnshafandi. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem Harpa tekur gullskóinn.

Sjá einnig: Harpa: Er að upplifa allan tilfinningaskalann

Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir fékk silfurskóinn og Eyjakonan Cloe Lacasse bronsskóinn.

Harpa var einnig valin besti leikmaður deildarinnar af Pepsi-mörkum kvenna en hún mætti í þáttinn í kvöld og tók við verðlaunum sínum. Pepsi-mörk kvenna völdu þjálfara Hörpu, Ólaf Þór Guðbjörnsson, besta þjálfarann.

Í spilaranum hér að ofan má sjá brot af því besta frá Hörpu í sumar.

Lillý Rut Hlynsdóttir var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar en þessi 19 ára stúlka lék alla 18 leiki Þórs/KA á tímabilinu og skoraði tvö mörk.

Elías Ingi Árnason var valinn besti dómarinn og Málfríður Erna Sigurðardóttir fékk háttvísisverðlaun Borgunar.

Silja Úlfarsdóttir frá Adidas afhendir Hörpu gullskóinn.vísir/eyþór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×