Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: Markasyrpa 15. umferðar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fimmtándu umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær þegar Breiðablik vann öruggan sigur á ÍBV, 3-0, á heimavelli.

Blikar minnkuðu þar með forskot toppliðs Stjörnunnar niður í tvö stig en þau mætast einmitt í stórleik á laugardaginn.

Fimmtánda umferðin var góð fyrir KR sem komst upp úr fallsæti með sigri á Fylki. Á sama tíma tapaði ÍA fyrir Stjörnunni og FH og Selfoss gerði jafntefli.

Fallbaráttan er gríðarlega spennandi en aðeins þremur stigum munar á liðinu í 6. sæti (FH) og liðinu í 9. sæti (Selfoss).

Óvæntustu úrslitin komu samt fyrir norðan þar sem Þór/KA rúllaði yfir Val, 4-0. Aðeins tveimur stigum munar nú á þessum liðum.

Farið var yfir þessa stórskemmtilegu 15. umferð í Pepsi-mörkum kvenna í kvöld.

Venju samkvæmt var endað á markasyrpunni en þar voru öll 17 mörkin sem skoruð voru í 15. umferðinni sýnd.

Markasyrpuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Valorie rekin sem þjálfari Selfoss

Valorie Nicole O´Brien hefur verið rekin sem þjálfari Selfoss í Pepsi-deild kvenna, en þetta herma heimildir Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×