Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: Breyttist úr landsliðsþjálfara í tannlækni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rut Kristjánsdóttir, leikmaður Fylkis, missti tönn í leik Fylkis og ÍBV á Hásteinsvelli á dögunum, en landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson bjargaði málunum.

Landsliðsþjálfarinn og tannlæknirinn Heimir Hallgrímsson var ekki langt á undan og var mættur inn á völlinn skömmu eftir atvikið eins og Vísir greindi frá í gær.

Farið var yfir atvikið í Pepsi-mörkum kvenna í gær þar sem málin voru rædd í þaula. Arnar Björnsson stýrði þættinum í fjarveru Helenu Ólafsdóttur, en spekingarnir Rakel Logadóttir og Þorkell Máni Pétursson voru á sínum stað.

„Það eru engar líkur að þetta sé viljandi gert, en þetta er samt brot og spjald," sagði Þorkell Máni.

„Nú er þessi maður ekki lengur landsliðsþjálfari heldur orðinn tannlæknir og lætur upp allt annan svip."

Atvikið og umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan, en auk þess má sjá þegar þjálfarar Fylks gerðu harða atlögu að dómurum leiksins í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×