Viðskipti erlent

Pepsi hættir að nota aspartam í Diet Pepsi

ingvar haraldsson skrifar
Pepsi ætlar að hætta að nota aspartam í Diet Pepsi.
Pepsi ætlar að hætta að nota aspartam í Diet Pepsi. vísir/getty images
Pepsi hyggst hætta að nota sætuefnið aspartam í sykurlausa drykknum Diet Pepsi. Með breytingunni er fyrirtækið að bregðast við áhyggjum neytenda af því hve óhollt sætuefnið sé og reyna þannig að auka sölu af drykknum á ný. Breytingin kemur til framkvæmdar síðar á þessu ári.

Sala á Diet Pepsi dróst saman um 5,2% í Bandaríkjunum á síðasta ári. Hins vegar dróst sala á Diet Coke, helsta keppinautnum einnig saman, um 6,6 prósent.

Breytingin mun ekki ná til annarra sykurlausra gosdrykkja Pepsi, á borð við Diet Mountain Dew og Pepsi Max. Þá verður áfram aspartam í Diet Pepsi drykkjum utan Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×