Íslenski boltinn

Pepsí deild karla aftur af stað

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Stjarnan á möguleika á að komast á toppinn í kvöld.
Stjarnan á möguleika á að komast á toppinn í kvöld. vísir/vallir
Fimm leikir verða leiknir í Pepsí deild karla í fótbolta í dag þegar deildin fer af stað aftur eftir landsleikjahlé.

Það er 19. umferðin sem hefst í dag en fjögur efstu leiðin hafa leikið 17 leiki og mætast innbyrðis seinna í vikunni.

Baráttan er hörð jafnt á toppi sem botni. Þór getur fallið í kvöld en liðið tekur á móti toppliði FH sem er tveimur stigum á undan Stjörnunni í harðri tveggja liða titilbaráttu.

Stjarnan fær Keflavík í heimsókn í síðasta leik dagsins en allir leikirnir hefjast klukkan 17 nema leikurinn á Samsung vellinum í Garðabæ sem hefst klukkan 20 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Fram og Fjölnir mætast á morgun mánudag en Fjölnir er tveimur stigum á eftir Fram í fallsæti. Með sigri getur Fjölnir ekki aðeins komið sér úr fallsæti heldur getur liðið þannig togað Keflavík, ÍBV og Breiðablik aftur í bullandi fallbaráttu þó annað hvort ÍBV eða Breiðablik stimpli sig að öllum líkindum út úr þeirri baráttu með sigri í leik liðanna í kvöld.

Leikir dagsins:

Þór – FH

ÍBV – Breiðablik

Fylkir – KR

Víkingur – Valur

Stjarnan - Keflavík | Beint á Stöð 2 Sport

Pepsí mörkin hefjast að leikjunum loknum klukkan 22:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×