Enski boltinn

Pep gerir lítið úr forskotinu: Telur ekki í október

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guardiola gefur De Bruyne skipanir í leiknum í dag.
Guardiola gefur De Bruyne skipanir í leiknum í dag. Vísir/Getty
Pep Guardiola var raunsær er hann var spurður út í fimm stiga forskot hans manna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur gegn Burnley í dag en á sama tíma varð Huddersfield fyrsta liðið til að sigra Manchester United.

Eru lærisveinar Guardiola því komnir með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester City hefur unnið ellefu leiki í röð í öllum keppnum en með því jafnaði liðið félagsmet yfir flesta sigurleiki í röð.

„Þetta forskot þýðir lítið í dag, þetta telur ekki fyrr en í maí. Það er jákvætt að vinna ellefu leiki í röð og jafna met en það verður ekki sérstakt nema að þú vinnir titil í kjölfarið. Við unnum sem dæmi tíu leiki í röð í fyrra og enduðum tímabilið án titils,“ sagði Pep og hélt áfram:

„Við höldum áfram á sigurbraut og höldum toppsætinu, bæði hér í úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni en það þýðir ekkert að einblína of mikið á það á þessum tímapunkti. Ég er stoltur af strákunum en þarf að sama skapi að halda þeim á jörðinni.“

Sjá einnig:Aguero jafnaði markamet City er þeir náðu fimm stiga forskoti

Það tók langan tíma fyrir heimamenn að brjóta niður Burnley en Guardiola fannst vítaspyrnan sem Bernando Silva krækti í réttmæt.

„Það er greinileg snerting og ég verð að hrósa dómaranum fyrir dómgæsluna. Ég sá Bernando stökkva upp í brotinu en þurfti að sjá nokkrar endursýningar til að sjá brotið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×