Enski boltinn

Pep: Stöðuleiki félagsins er það mikilvægasta

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það hafi verið mikilvægt fyrir stöðuleika liðsins að félagið hafið sleppt því að keppa við Manchester United um Alexis Sanchez.

Manchester City fór ekki leynt með áhuga sinn á Sanchez síðasta sumar og var það sama upp á teningnum núna í janúar. City fékk þó samkeppni frá grönnum sínum í Manchester núna í janúar og ákvað því að hætta að eltast við Sanchez.

„Venjulega þá reynum við að vera stöðugir með laun leikmanna vegna þess að ég held að það sé gott fyrir liðið og stöðuleika félagsins í heild sinni,“ sagði Guardiola.

„Það breyttist allt eftir síðasta sumar og við þurftum að búast við því. Við verðum að viðurkenna það að við höfum eytt miklum pening í leikmenn. Ég myndi þó aldrei og hef aldrei sett pressu á félagið að eyða meiri pening en það vill eyða. Ég sætti mig alltaf við ákvarðanir félagsins og finn aðra lausn.“

„Stöðuleiki félagsins er það mikilvægasta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×