Enski boltinn

Penninn sjóðheitur á White Hart Lane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jan Vertonghen, Dele Alli og Danny Rose hafa allir skrifað undir nýjan samning á síðustu misserum.
Jan Vertonghen, Dele Alli og Danny Rose hafa allir skrifað undir nýjan samning á síðustu misserum. Vísir/Getty
Tottenham hefur unnið markvisst af því síðustu vikur að tryggja það að kjarni þessa unga liðs verði áfram saman. Belgíski varnarmaðurinn Jan Vertonghen er sá nýjasti til að framlengja.

Jan Vertonghen skrifaði undir nýjan samning sem nær til ársins 2019. Hann er 29 ára belgískur miðvörður sem hefur verið hjá Spurs frá 2012. Vertonghen er lykilmaður í vörninni sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu þrettán umferðum ensku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili.

„Þetta er líklega sterkasti leikmannahópurinn sem ég hef spilað með. Ég get ekki ímyndað mér að spila einhvers staðar annarstaðar,“ sagði Jan Vertonghen í viðtali á heimasíðu Tottenham.

https://twitter.com/SpursOfficial/status/804641336351719424

Tottenham sagði frá nýjum samningi framherjans Harry Kane í gær og á síðustu vikum hafa ensku landsliðsmennirnir Kyle Walker, Dele Alli, Eric Dier og Danny Rose allir framlengt sinn samning.

Flestir lykilmenn Tottenham eiga sín bestu ár eftir og það er því allt útlit fyrir bjarta framtíð á White Hart Lane undir stjórn Argentínumannsins Mauricio Pochettino.

Tottenham var í titilbaráttunni í fyrr en gaf eftir í lokin. Liðið er eins og er í fimmta sæti deildarinnar sex stigum á eftir toppliði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×