Innlent

Pendúllinn: Stein­gríms­eyjar­ævin­týrið og Pírataplottið

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Átta dagar eru til Alþingiskosninga og leikar eru að æsast. Nafnarnir Stefán Óli Jónsson, Stefán Rafn Sigurbjörnsson og afmælisbarnið Snærós Sindradóttir fara yfir útspil vikunnar.

Hæst bar vitaskuld snemmbúið stjórnarmyndunarsamkvæmi Pírata. Kúl krakkarnir ákváðu að sitja hjá og einungis vandræðalegi fjarskyldi frændi Pírata mætti í partýið. Var þetta feill hjá Pírötum eða klókt útspil? Skoðanakannanir gefa til kynna að þetta hafi fallið vel í kramið á kjósendum.

Þvættingur vikunnar var þá vafalaust Grímseyjarævintýri Steingríms J Sigfússonar og tilraunir til að sauma VG saman við Sjálfstæðisflokkinn. Gárungarnir í Pendúlnum telja að þetta stafi af valdabaráttu VG og Framsóknar í norðausturkjördæmi.

Þetta og nóg af pólitísku slúðri í Pendúlnum.

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum föstudegi fram að þingkosningnum 29. október.

Pendúllinn er aðgengilegur á hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. á iTunesPocket Casts eða Podcast Addict. Til að finna þáttinn er best að leita einfaldlega undir nafninu Pendúllinn.






Tengdar fréttir

Með heiminn í eyrunum

Hlaðvarpið hefur verið til síðan að allir voru með iPod í vasanum en síðustu árin hefur úrvalið verið að aukast gífurlega og má tala um hálfgert æði. Það er hægt að finna þátt um nánast hvaða málefni sem er, sama hversu skrýtið áhugamálið kann að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×