Erlent

Pence má gera mistök af og til

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003.

Lesley Stahl, fréttakona hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, benti honum á að hann hefði gagnrýnt Hillary Clinton harðlega fyrir sömu mistök, en valið Pence til að vera varaforsetaefni sitt.

„Hann má gera mistök af og til,” sagði Trump. „En ekki hún?“ spurði Stahl. „Nei, ekki hún,” svaraði Trump.

Landsþing Repúblikanaflokksins hófst í gær og stendur fram á fimmtudag, en á síðasta degi þingsins flytur Donald Trump aðalræðu þingsins eftir að hafa fengið formlega staðfestingu á útnefningu sem forsetaefni flokksins. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×