Erlent

Pelosi leiðir Demókrata enn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nancy Pelosi, þingmaður.
Nancy Pelosi, þingmaður. Nordicphotos/AFP
Nancy Pelosi var endurkjörin leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær í sjöunda sinn. Hún fékk rúmlega tvöfalt fleiri atkvæði en áskorandi hennar frá Ohio, Tim Ryan.

Sá er á sínu sjöunda kjörtímabili í þinginu en bauð sig fram vegna þess að gengi flokksins í kosningunum þann 8. nóvember olli honum vonbrigðum.

Pelosi fékk 134 atkvæði en Ryan 63. Fjöldi þeirra sem greiddu atkvæði gegn Pelosi gefur til kynna óánægju með áframhaldandi leiðsögn hennar eftir fjórtán ára valdatíð, ef marka má greiningu Washington Post.

Þegar úrslitin voru ljós tók Pelosi til máls og sagði við fjölmiðla að Ryan hefði staðið sig vel í kosningabaráttunni. „Ég held að vandamál samtímans nái út fyrir stjórnmálin. Þau snúast um eðli Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×